RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
streitulosandi jóganámskeið
FYRIR BYRJENDUR Í HÁDEGINU
MEÐ GÓÐRI DJÚPSLÖKUN
KOMDU LÍKAMANUM Í JAFNVÆGI Á NÁTTÚRULEGAN HÁTT OG ÖÐLASTU ORKURÍKARA LÍF
4 vikna streitulosandi jóganámskeið í hádeginu í Kristalhofinu, Síðumúla 15.
Frá 15. mars til 12. apríl 2021.
Mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-13:00.
Markhópur: 45-65 ára
Kennarar: Anna Lind Fells og Kidda Svarfdal
Staðsetning & tími
-
Kristalhofið, Síðumúli 15, 3. hæð
-
15. mars til 12. apríl 2021
-
Kennt 2 sinnum í viku - 8 skipti
-
Mánudögum og miðvikudögum
frá kl. 12:00 - 13:00. -
30 mín rólegar jógaæfingar og 30 djúpslökun & öndun
-
Markhópur: 45-65 ára
Vilt þú ...
-
Ná tökum á streitu og stressi
-
Læra grunn jógastöður, öndun og hugleiðslu
-
Leiðbeiningar, stuðning og hvatningu
-
Minnka bólgur í líkamanum
-
Auka orku og líða vel í eigin skinni
-
Bæta svefngæði
Viltu læra undirstöðuatriðin í jóga?
Á jóganámskeiðinu verður farið í grunn jógastöður þar sem við ræktum við huga, líkama og sál. Tökum öndunaræfingar og góða djúpslökun í lokinn til að endurnýja líkamann, róa taugakerfið og losa okkur við streitu. Markmið námskeiðsins er að styrkja líkamann, losa okkur við streitu, auka liðleika, einbeitingu, jafnvægi og almenna líðan.
Við gefum okkur oft ekki nægan tíma til að huga að okkur sjálfum, bæði líkama og sál. Leyfum stressinu stundum að ná til okkar eða ýmsum hugsunum. Hér er fullkominn tími til að slaka á í 60 mínútur, ná stjórn á huganum með öndun og jógastöðum og ná góðri hreyfingu á sama tíma.
-
4 vikna jóganámskeið sem hefst mánudaginn 15. mars 2021 og lýkur 12. apríl (frí 5. apríl vegna páska)
-
Kennarar: Anna Lind Fells og Kidda Svarfdal
-
Verð: 20.900 kr.
-
Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:00 - 13:00.
-
Markhópur: 45-65 ára.
Aðeins er tekið við fáum þátttakendum á hvert námskeið til þess að þeir öðlist sem bestu kennslu og ýtarlegri leiðbeiningar frá kennurum. Annar jógakennarinn mun kenna á meðan hinn mun labba á milli og leiðrétta og aðstoða. Þannig fá allir þá aðstoð sem þeir þurfa.
Um Jóga:
Jóga hefur frábær áhrif á líkamann og getur hjálpað til við ýmis vandamál, bæði andleg og líkamleg. Jóga þýðir sameining eða heild og samanstendur af hugleiðslu, öndunaræfingum og jógastöðum, þar sem lært er að beita líkamanum í takt við öndun. Sameina líkama, hug og tilfinningar. Jógaæfingar krefjast bæði styrk, einbeitingar og liðleika.
Jóga hefur mjög góð áhrif á líkamann og getur dregið úr ýmsum líkamlegum kvillum, svo sem sársauka í mjóbaki, liðagigt, höfuðverk, lækkað blóðþrýsting og dregið úr svefnleysi. Einnig eykur það liðleika, vöðvastyrk, verndar líkamann gegn meiðslum, bætir öndun og orku. Jóga bætir líkamsstöðu þar sem slæm líkamsstaða getur valdið verkjum í baki, hálsi, öðrum vöðvum í líkamanum og liðum.
Það er vel vitað að styrktaræfingar styrkja beinin og hjálpa til að koma í veg fyrir beinþynningu. Margar jógastöður, líkt og "Downward- og Upward-Facing Dog" hjálpa til að styrkja handleggina sem eru mjög viðkvæmir fyrir beinþynningarbrotum. Einnig kom í ljós í rannsókn sem framkvæmd var í Kaliforníu að jóga eykur þéttleika beina í hryggjaliðunum. Jóga minnkar einnig stresshormónið Kortisól sem getur hjálpað til við að viðhalda kalki í beinum.
Andlegu áhrifin af jóga eru óteljandi. Það hjálpar meðal annars til að fá jákvæðari sýn á lífið og að takast á við streitu, sem getur haft gríðarleg áhrif á líkamann og getur meðal annars valdið háls- eða bakverkjum, svefnleysi, einbeitingarskorti og fleira. Regluleg jógaiðkun veitir skýrleika og ró, eykur líkamsvitund, athygli og einbeitingu.
Anna Lind Fells
Anna Lind Fells er heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Hún er eigandi fyrirtækisins Líkami og Heilsa ehf og hefur haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Einnig er hún menntuð sem jógakennari og einkaþjálfari og er í námi í Functional Medicine eða hagnýddri lækningu.
Anna Lind kennir hot yoga í Reebok Fitness og býður uppá heilsuráðgjöf í Akralind 3, Kópavogi. Endilega skoðið heimasíðuna hennar likamiogheilsa.is þar sem þar má finna ýmsar hollar uppskriftir, heilsugreinar og þjónustur í boði.
Menntun og námskeið:
-
2019-2020 - Anusara 200 klst Jógakennaranám hjá Shree Yoga
-
2019 ... - Nám í Applied Functional Medicine hjá SAFM
2019-2020 Nám í heildrænni lífsstílsþjálfun (e. Holistic Lifestyle Coaching) hjá Chek institute - stig 2 -
2019 - 2020 Integrated Movement Science - Exercise Coach hjá Paul Chek Institute
-
2019 -2020 Yin Yoga Teacher Training - 30 klst
-
2018 - 2019 Heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, frá Institute of integrative nutrition í New York
-
2018 Hatha jógakennari frá Samma Karuna jógakennaraskóla í Tælandi 200 klst
-
2017 Nám í einkaþjálfun hjá einkaþjálfaraskóla World Class
659 1662
Kidda Svarfdal
Kidda Svarfdal er jógakennari sem útskrifaðist í Anusara jógakennaranámi í janúar 2020. Hún hefur mikinn áhuga á jóga og líkamlegri og andlegri vellíðan. Hún hefur stundað jóga í 15 ár.
Kidda á 1 dóttur og 2 stjúpbörn, eiginmann og 1 bolabít. Hún elskar ferðalög, heimildarmyndir, snjósleða, útiveru, sveitina og auðvitað jóga.
Einnig lærði hún hárgreiðslu, fór á námskeið í grafískri hönnun og vefsíðugerð.
Kidda Svarfdal er eigandi fréttavefsíðunnar hún.is sem hefur gengið mjög farsældlega.
Menntun og námskeið:
-
200 klst ANUSARA jógakennaranám hjá SHREE jóga
-
Námskeið í grafískri hönnun og vefsíðuferð
-
Lærði hárgreiðslu